WIX 2022

Vefsíðugerð fyrir alla - engin forþekking nauðsynleg.

Námslýsing
Vefsíðugerð með Wix gerir öllum kleyft að smíða góða heimasíðu frá grunni. Notandi þarf ekki að setja nein kerfi upp & engin þekking á forritun eða heimasíðugerð þarf til. Kerfi Wix sem við kennum á er afar öflugt og gerir venjulegum notendum mögulegt að hanna og vinna með öfluga vefsíðu án þess að hafa djúpa tæknilega þekkingu. Á námskeiðinu smíðum við góða heimasíðu sem inniheldur texta, myndir, myndagallerí, blogg eða fréttasíðu, myndbönd, form til að safna upplýsingum, skráningarform, póstlistasöfnun og margt fleira.


Námskeiðið er vefnámskeið.
Þátttakendur fá sendan aðgang að námsefni og vinna verkefni rafrænt með aðstoð kennara.

Námskeiðið er 18.klst & er sambærilegt við 3 vikna nám í staðarnámi. Auk þess er stuðningstími er veittur að því loknu. Ef upp koma tafir hjá nemendum (varðandi skil á verkefnum t.d) er velkomið að hafa samband við kennara og taka upp þráðinn síðar.
Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-18 virka daga. Nemendur hafa aðgang að námsefni í 12 mánuði eftir nám til upprifjunar.

Að loknu námi fá nemendur Diploma til staðfestingar.

Kennsluaðferð:

Námið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum vefpóst, netspjall og þjónustusíma sem er opinn kl. 10.00-20.00 alla virka daga.

Námsmat:
Verkefnaskil


Námsþættir m.a. :

 • Notendaviðmót Wix.
 • Helstu hugtök í vefgerð.
 • Að búa til vef síðu & undirsíður.
 • Setja inn og vinna með texta.
 • Að setja inn myndir og myndbönd.
 • Tenglar á skjöl / viðhengi.
 • Að setja inn myndasöfn og fréttasíðu/blogg.
 • Setja inn skráningarform.
 • Upplýsingasöfnun.
 • Póstlistakerfi / Markaðssetning með Wix.
 • SEO Leitarvélabestun.
 • Tenging við lén.

Verð: 39.000.kr

Námskeiðsgjald er greitt með millifærslu.
Námskeiðið hefst á hverjum þriðjudegi.
Hafir þú áhuga á skráningu mátt þú senda okkur póst á [email protected] með nafni, kennitölu, póstfangi og síma. Gott er að taka fram hvort þú viljir byrja næsta þriðjudag eða síðar.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is

Tölvuskólinn NEMANDI
/ Co. Bjartmar Hulduson.
/ Kt. 2011725519
/ Hverfisgata 75 - 101 Reykjavík
/ [email protected] / Sími : 788 8805


Leiðbeinandi


Bjartmar Hulduson
Bjartmar Hulduson

Tölvukennari til ríflega 20 ára. Bakgrunnur í kerfisfræði, hugbúnaðargerð og ráðgjöf.


Efnistök námskeiðs


  Spurningar og svör
Available in daga
daga eftir að þú skráir þig

FAQ


Hvenær byrjar og endar námskeið?
Námskeiðin eru sett upp sem 3 vikna kúrsar. Eftir námskeið er efnið aðgengilegt í 12 mánuði svo þú hefur nægan tíma til að fara vel yfir efnið og rifja upp.
Gott að vita.
Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki. Aðstoð með tölvupósti, vefspjalli og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.