WIX
Vefsíðugerð fyrir alla - engin forþekking nauðsynleg.
Námslýsing
Vefsíðugerð með Wix gerir öllum kleyft að smíða góða heimasíðu frá grunni. Notandi þarf ekki að setja nein kerfi upp & engin þekking á forritun eða heimasíðugerð þarf til. Kerfi Wix sem við kennum á er afar öflugt og gerir venjulegum notendum mögulegt að hanna og vinna með öfluga vefsíðu án þess að hafa djúpa tæknilega þekkingu. Á námskeiðinu smíðum við góða heimasíðu sem inniheldur texta, myndir, myndagallerí, blogg eða fréttasíðu, myndbönd, form til að safna upplýsingum, skráningarform, póstlistasöfnun og margt fleira.
Markmið
Að loknu námskeiði sé nemandi fullfær um að smíða öfluga heimasíðu frá grunni.
Lengd
Námið er 24 stundir og er skipt niður í 3 kennsluvikur. Verkefnum námskeiðsins er dreift yfir 3 vikur en nemendur ráða á hvaða hraða þau eru leyst & aðangur er opin í 12 mánuði.
Engar forkröfur eru gerðar í námið.
Kennsluaðferð
Námið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum vefpóst og þjónustusíma sem er opinn kl. 10.00-20.00 alla virka daga.
Námsmat:
Verkefnaskil
Áhersluatriði eru m.a.:
- Grunnur vefgerðar - skipulagning.
- Útlitshönnun vefsíðu.
- Uppsetning á einstökum einingum eins og myndagallerí.
- Tenging á léni við vefinn. (.is eða .com lén)
Leiðbeinandi
Tölvukennari til ríflega tíu ára. Bakgrunnur í kerfisfræði, hugbúnaðargerð og forritun.
Efnistök námskeiðs
1 Hluti - undirbúningur
Available in
daga
daga
eftir að þú skráir þig
2 hluti - Að móta vefinn
Available in
daga
daga
eftir að þú skráir þig
-
StartAðföng - texti
-
StartTextabox - fyrstu skrefin (5:15)
-
StartInnsláttarform (6:23)
-
StartGötukort - Google Maps (2:36)
-
StartHreyfimyndir (4:49)
-
StartHönnun - Design hnappur (7:01)
-
StartVerkstikan (7:56)
-
StartSkilaverkefni 2 (2:43)
-
StartMenu - Fellivalmynd eða tenglar (9:51)
-
StartMenu - 2 (10:19)
-
StartUndirsíður (10:17)
-
StartSetja inn mynd (7:38)
-
StartUmsagnir viðskiptavina - testimonials (7:31)
-
StartLógó - Firmamerki (6:35)
-
StartBakgrunnur (9:03)
-
StartVilluprófun - yfirlestur - Feedback (8:27)
-
StartVerkefni 3 - Feedback skoðun
-
StartMyndbönd á vefsíðu (10:17)
-
StartAð gera PDF skjal aðgengilegt gestum síðunnar (7:51)
-
StartStuttlega um myndagallerí (11:36)
-
StartSnjalltæki og vefurinn - Mobile view (11:54)
3 Hluti - Lokahnykkurinn
Available in
daga
daga
eftir að þú skráir þig
-
StartSEO - Leitarvélabestun (14:34)
-
StartFréttabréf með Wix - Sjá athugasemd (5:24)
-
StartAð móta fréttabréfið - ShoutOut (9:26)
-
StartShoutOut 3 - Bæta inn viðtakendum og útsending (9:25)
-
StartShoutOut 4 - Safna áskrifendum (9:40)
-
StartiFrame - Utanaðkomandi gögn birt (11:41)
-
StartLokaverkefni
FAQ
Hvenær byrjar og endar námskeið?
Námskeið hefjast á þriðjudögum. Námskeiðin eru sett upp sem 3 vikna kúrsar, en margir fara í gegnum efnið á 3-6 vikum. Raunar er þetta opið í heila 12 mánuði svo þú hefur nægan tíma til að fara vel yfir efnið og síðan rifja upp. Ekkert stress og engar áhyggjur.
Hversu lengi hef ég aðgang að námskeiðinu ?
Eftir að þú hefur leikinn er námsefnið opið í heila 12 mánuði.