MICROSOFT TEAMS

Farið verður ítarlega í alla helstu virkni kerfisins sem almennir notendur þurfa að þekkja.

Efnistök er brotin niður í smærri einingar með bæði textapistlum og kennslumyndböndum þannig að námskeiðið nýtist bæði þeim sem vilja læra á Teams frá grunni og fyrir þá sem vilja nýta umfjöllunina sem einskonar handbók um Teams.
Nemendur hafa góðan stuðning frá kennara og efnistökum verður bætt við út frá fyrirspurnum nemenda.

Efnistök:

 1. Kynning á Microsoft – Teams
 2. Setja upp og aðlaga hóp (e. Team)
  • Stofna hóp.
  • Stofna rás (Samskiptarás – e. Channel).
  • Stillingar valkostir og umsjón.
 3. Samvinna í hópum og rásum
  • Yfirlit / samantekt.
  • Flipar. Festa (e. pin) rásir.
  • Stofna einkarás (e. Private channel).
  • Deila skrá.
  • Að funda með hóp / rás.
  • Fela eða sýna rásir.
  • Tilkynningar rása (e. Channel Notifications)
  • Möguleikar í rásum. Stofna spjallþráð.
  • Vinna saman í skrá (e. Co-edit a file).
  • Opnir og lokaðir hópar.
  • Gesta-aðgangur.
 4. Innlegg (e. Post) og skilaboð
  • Stofna og móta innlegg.
  • Senda innlegg á fleiri rásir.
  • Vekja athygli í innleggi með @.
  • Vista innlegg og skilaboð.
 5. Hlaða upp og finna skrár
 6. Deila og sía (e. Filter)
 7. Spjall og símtöl
  • Stofna og festa (e. pin) spjallrás.
  • Hringja í einstakling eða hóp í gegnum Teams tölvusíma.
  • Fela spjall og eyða skilaboðum.
 8. Umsjón fjarfunda:
  • Stofna fjarfund.
  • Tengjast fjarfundi.
  • Opna fjarfund í rás (e. Channel).
  • Deila skjá.
  • Tímasetja / skipuleggja fjarfundi.
  • Sýna glærur á fjarfundi.
 9. Setja upp og Sækja lifandi viðburði / beinar útsendingar. (t.d. Webinar)
 10. Vinsæl forrit (e. Apps) til að nota með Teams.
 11. Teams útgáfur fyrir borðtölvu, vefviðmót og snjalltæki.
 12. Aukaefni: Undirbúningur fjarfunda. Brögð og brellur. Spurningar og svör.

Markmið

Að gera þáttakendur að öruggum notendum í Teams umhverfinu.

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt.
Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti kennari(hjá)nemandi.is, vefspjalli og í þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 alla virka daga.


Námskeið er 12.klst. og stendur yfir í þrjár vikur. Nemendur hafa aðgang að námsefninu í 12 mánuði til uppryfjunar.

Verð: 39.000.kr

Námskeiðin hefjast á hverjum þriðjudegi haust 2022.

Upplýsingar og skráning : kennari(at)nemandi.is og í síma 788 88 05.

Tölvuskólinn NEMANDI
/ Co. Bjartmar Hulduson.
/ Kt. 2011725519
/ Hverfisgata 75 - 101 Reykjavík
/ [email protected] / Sími : 788 8805


Leiðbeinandi


Bjartmar Hulduson
Bjartmar Hulduson

Tölvukennari til ríflega 20 ára. Bakgrunnur í kerfisfræði, hugbúnaðargerð og ráðgjöf.


Efnistök námskeiðs


  Undirbúningur fyrir fjarnám
Available in daga
daga eftir að þú skráir þig