POWERPOINT

Tölvuleikni

PowerPoint er öflugt verkfæri til að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn, t.d. glærur, námsgögn og skjásýningar.
Notandi hefur aðgang að fjölmörgum tilbúnum sniðmátum og þarf aðeins að bæta við texta eða myndum til þess að útbúa lifandi og áhrifamikið efni.
Bæta má við hreyfimyndum og hljóðupptökum sem auka áhrif skjásýninga.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem þurfa að flytja mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt og/eða koma efni á framfæri á lifandi og sterkan hátt t.d. með því að setja glærur til kynninga á netið.

Námsþættir:

Sniðskjöl. Textabreytingar. Litasamsetning og myndefni.
Listar, töflur, myndrit og skipurit. Haus og fótlínur. Minnispunktar.
Útlínur, glæruröðun. Hreyfimyndir / Animation. Hljóðsetning. Sjálfvirk spilun.
Markmið
Að auka öryggi í gerð glæsusýninga og kynninga.

Að efla færni í framsetningu efnis í PowerPoint.

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt.
Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti, vefspjalli og í þjónustusíma.
Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu.
Nánari upplýsingar hjá kennara námskeiðsins í síma 788 8805 frá kl. 10-20 á virkum dögum eða í netfangið kennari(hjá)nemandi.is.

Verð: 39.000.kr

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is

Tölvuskólinn NEMANDI
/ Co. Bjartmar Hulduson.
/ Kt. 2011725519
/ Hverfisgata 75 - 101 Reykjavík

/ [email protected] / Sími : 788 8805


Leiðbeinandi


Bjartmar Hulduson
Bjartmar Hulduson

Tölvukennari til ríflega 17 ára. Bakgrunnur í kerfisfræði, hugbúnaðargerð og forritun.


Efnistök námskeiðsFAQ


Hvenær byrjar og endar námskeið?
Námskeið hefjast á þriðjudögum. Námskeiðin eru sett upp sem 3 vikna kúrsar, en margir fara í gegnum efnið á 3-6 vikum. Raunar er þetta opið í heila 12 mánuði svo þú hefur nægan tíma til að fara vel yfir efnið og síðan rifja upp. Ekkert stress og engar áhyggjur.
Hversu lengi hef ég aðgang að námskeiðinu ?
Eftir að þú hefur leikinn er námsefnið opið í heila 12 mánuði.