POWER BI

Power BI

Á þessu námskeiði lærir þú að nota öfluga greiningarverkfærið Power BI.

Þú leysir hagnýt verkefni með Power BI Desktop, fræðist um innlestur gagna frá mismunandi skjölum og gagngáttum, innslátt og hreinsun gagna, gagnavinnslu og frágang gagna fyrir skýrslugerð. Þú öðlast færni í myndrænni birtingu gagna og mælaborðum, kynnist opinni og lokaðri deilingu gagna ásamt deilingu í snjalltæki (Power BI app).

Þú öðlast góðan grunn við að nálgast og tengjast gagnagrunnum, gera gagnagreiningar út frá fjölbreyttum gagnalindum auk þess að hafa góð tök á a útbúa mælaborð og skýrslur og deila niðurstöðum.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa einhverja reynslu af kerfinu en vilja bæta grunninn og þekkja þá fjölmörgu möguleika sem eru í boði. Viðbætur / aukaefni: Eftir námskeið birtum við reglulega efni í hnitmiðuðum pistlum þar sem áhugaverðar nýjungar eru teknar fyrir og stök efnistök krufin nánar.

Power BI er stillt upp sem 3 vikna námskeið en nemendur hafa aðgang í 12 mánuði eftir að yfirferð lýkur og því nægur tími fyrir uppflettingar og upprifjun. Við bætum inn áhugaverðum pistlum reglulega.

Fyrirkomulag

Námið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Þú getur stundað námið hvar og hvenær sem þér hentar. Nemendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum vefpóst, netspjall og þjónustusíma sem er opinn kl. 10.00-20.00 alla virka daga.

Námskeiðið hefst á hverjum þriðjudegi í vetur.

Listaverð 39.000.kr
Hægt er að greiða með millifærslu eða kortatengli. Hafðu samband.

Skráning og upplýsingar: [email protected] & sími 7888805. Ekki hika við að hafa samband.

TÖLVUSKÓLINN NEMANDI hefur boðið upp á vandað fjarnám með háu þjónustustigi frá árinu 2004.
Kennari er nemendum innan handar með vefspjalli, tölvupósti & þjónustusíma alla virka daga.
Við höfum starfað frá 2004 og flest stéttarfélög og starfsmenntasjóðir þeirra styrkja sitt fólk til náms hjá okkur.


Leiðbeinandi


Bjartmar Hulduson
Bjartmar Hulduson

Tölvukennari til ríflega 20 ára. Bakgrunnur í kerfisfræði, hugbúnaðargerð og ráðgjöf.


Efnistök námskeiðs


  Undirbúningur fyrir fjarnám
Available in daga
daga eftir að þú skráir þig