OUTLOOK 365

Outlook - skipulag og tímastjórnun

Outlook er hentugt fyrir fólk sem vill bæta skipulag og samskipti, auðvelda tímastjórnun og verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini.


Námsþættir:
Halda dagbók, bóka fundi og sinna tímastjórnun. Almenn skjalstjórnun.

Geyma og flokka upplýsingar um tengiliði og viðskiptavini og halda utan um samskipti. Auðvelda eftirlit með eigin verkefnum sem og þeim sem eru úthlutuð öðrum.

Skrifa á minnismiða, geyma þá og flokka. Ferilskrá og skipulag. Senda og taka á móti – flokka og vinna með tölvupóst.

Markmið

Aukin færni í að nota Outlook til tímastjórnunar og skipulags.

Fyrirkomulag
Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt.

Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti kennari(hjá)nemandi.is, vefspjalli og í þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 á virkum dögum. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Nánari upplýsingar hjá kennara námskeiðsins.

Námskeið á haustönn hefjast 25. Ágúst. 1. - 15. & 29. September. 6. - 20. & 27. Október. 3. 17. & 24. Nóvember.

Verð: 39.000.kr
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is

Tölvuskólinn NEMANDI
/ Co. Bjartmar Hulduson.
/ Kt. 2011725519
/ Hverfisgata 75 - 101 Reykjavík

/ [email protected] / Sími : 788 8805


Leiðbeinandi


Bjartmar Hulduson
Bjartmar Hulduson

Tölvukennari til ríflega 20 ára. Bakgrunnur í kerfisfræði, hugbúnaðargerð og ráðgjöf.


Efnistök námskeiðs


  Tilkynning.
Available in daga
daga eftir að þú skráir þig

FAQ


Hvenær byrjar og endar námskeið?
Námskeið hefjast á þriðjudögum. Námskeiðin eru sett upp sem 3 vikna kúrsar, en margir fara í gegnum efnið á 3-6 vikum. Raunar er þetta opið í heila 12 mánuði svo þú hefur nægan tíma til að fara vel yfir efnið og síðan rifja upp. Ekkert stress og engar áhyggjur.
Hversu lengi hef ég aðgang að námskeiðinu ?
Eftir að þú hefur leikinn er námsefnið opið í heila 12 mánuði.