MYNDVINNSLA MEÐ SNJALLTÆKJUM

Grunnverkfæri myndvinnslu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Byrjendavænt námskeið þar sem nemendur læra á ókeypis myndvinnsluforrit (með áherslu á Snapseed) í snjalltækjum, bæði símum og spjaldtölvum (Android og iPad).
Nemendur þurfa ekki að hafa neina forþekkingu og allir geta tekið þátt.
Nemendur fara í gegnum stutt en fjölbreytt verkefni þar sem lykilverkfærin eru kynnt.

Námsþættir:

• Notendaviðmótið.
• Myndstillingar (e. Tune image)
• Kúrfur og Whitebalance.
• Lagfæringar og litajöfnun.
• Blettabani og síur.
• Breyta bakgrunni.
• Portret vinnsla.
• Texti & rammar.
• Myndefni unnið fyrir ólíka miðla.
• Og margt fleira.

Markmið
Að efla færni í myndvinnslu með snjalltækjum.

Að auka þekkingu á því hvernig vinna má með myndir.

Að efla færni til að nýta myndvinnslu í lífi og starfi.

Fyrirkomulag
Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti, vefspjalli og í þjónustusíma. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu.
Nánari upplýsingar veitir kennari námskeiðsins í síma 788 8805 frá kl. 10-20 eða í netfangið kennari(hjá)nemandi.is.

Námskeið á haustönn hefjast á hverjum þriðjudegi í vetur.

Verð: 39.000.kr

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is

Tölvuskólinn NEMANDI
/ Co. Bjartmar Hulduson.
/ Kt. 2011725519
/ Hverfisgata 75 - 101 Reykjavík
/ [email protected] / Sími : 788 8805


Leiðbeinandi


Bjartmar Hulduson
Bjartmar Hulduson

Tölvukennari til ríflega 20 ára. Bakgrunnur í kerfisfræði, hugbúnaðargerð og ráðgjöf.


FAQ


Hvenær hefjast námskeiðin ?
Námskeiðin eru sett upp sem 3 vikna kúrsar. Eftir námskeið er efnið aðgengilegt í 12 mánuði svo þú hefur nægan tíma til að fara vel yfir efnið og rifja upp.

Opið er fyrir skráningar.

Ný námskeið hefjast á hverjum þriðjudegi veturinn 2022.