Grunnámskeið í tölvuleikni

Windows tölvuleikni. Word ritvinnsla. Excel töflureiknir.

Námsþættir:


Tölvuleikni - Windows stýrikerfið
Fjallað um viðmót og virkni Windows stýrikerfisins. Unnið með möppur, skrár og skipulag. Viðmót tölvunar stillt fyrir notandann.

Word ritvinnsla
Kennt er hvernig hægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni. Farið er yfir helstu skipanir og verkfæri. Grunnatriði í útlitsmótun texta og uppsetningu hans, og prentun skoðuð. Vinna með myndefni og aðlagað að texta. Unnið með töflur og inndrátt, frumskjöl (templates).

Excel töflureiknir
Grunnverkfæri Excel og notendaviðmót forritsins. Farið er yfir grunn í uppsetningum formúla, t.d. summu, frádrátt, marföldun og deilingu. Einnig er farið í vísun í reiti og skjöl og útlitsmótun gagna. Sérstaklega verður fjallað um uppsetningu og mótun á texta, töflum og myndritum í Excel, uppsetningu á haus og fæti og prentun skjala.

Upplýsingatækni
Grundvallarhugtök í upplýsingatækni kynnt, fjallað um tölvunotkun, upplýsingasamfélagið, hverju skal huga að áður en tölva er keypt, gagnavernd og vinnustellingar við tölvu.

Lengd.
Námskeiðið er 60 klst.

Markmið
Að efla almenna tölvufærni.
Að þekkja helstu tölvuforrit, eins og Word og Excel.
Að efla skilning og þekkingu á internetinu, tölvupósti og upplýsingatækni.

Fyrirkomulag
Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti, vefspjalli og í þjónustusíma. Námskeið stendur yfir í 10 vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu.
Nánari upplýsingar hjá kennara námskeiðsins í síma 788 8805 frá kl. 10-20 á virkum dögum eða í netfangið kennari(hjá)nemandi.is.

Verð: 79.000.kr

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is

Tölvuskólinn NEMANDI
/ Co. Bjartmar Hulduson.
/ Kt. 2011725519
/ Hverfisgata 75 - 101 Reykjavík
/ [email protected] / Sími : 788 8805


Leiðbeinandi


Bjartmar Hulduson
Bjartmar Hulduson

Tölvukennari til ríflega 17 ára. Bakgrunnur í kerfisfræði, hugbúnaðargerð og forritun.