FRAMÚRSKARANDI FJARNÁMInnritun

NEMANDI fjarmenntun býður upp á vandað fjarnám með háu þjónustustigi. Nemendur fara í gegnum námsefnið á sínum hraða hvar og hvenær sem hentar. Kennari er nemendum innan handar með vefspjalli, tölvupósti & þjónustusíma alla virka daga. Upplýsingar og skráning: nemandi(hjá)nemandi.is & 788 8805.

Hvernig virkar fjarnámið hjá okkur.

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið (kennslumyndbönd, textapistlar, leiðbeiningar og verkefni) er aðgengilegt. Námsmat er byggt á reglulegum verkefnaskilum.
Hægt er að hefja nám hvenær sem er. Námskeiðin eru sett fram sem 3 vikna kúrsar (18. klst.), en við erum sveigjanleg með tímamörk sé þess óskað. Flestir fara í gegnum námsefnið á 3-6 vikum og stuðningur er veittur að því loknu. Námskeiðin eru þar að auki opin í 12 mánuði svo nemendur hafa nægan tíma til að fara vel yfir efnið og rifja upp að vild.
Komi upp tafir hjá nemanda, t.d. vegna veikinda eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum, er ekkert mál að taka pásu og hefja svo aftur leikinn þegar færi gefst. Nemendur fá diploma að námi loknu til staðfestingar.

Framúrskarandi fjarnám frá 2004.

/ NEMANDI - Fjarmenntun
/ Hverfisgata 75 - 101 Reykjavík
/ [email protected] / Sími : 788 8805
/ Co. Ábyrgðaraðili. Bjartmar Þór Hulduson.

Höfundarréttur 2021© nemandi.is